Finndu, læstu, eyddu eða spilaðu hljóð í týndu Android-tækjunum þínum.
Sjáðu símann þinn, spjaldtölvuna, heyrnartólin og aðra aukahluti á korti – jafnvel þótt tækin séu án nettengingar.
Spilaðu hljóð til að finna týnt tæki ef það er nálægt.
Ef þú týnir tæki geturðu læst því eða eytt með fjartengingu. Þú getur líka bætt við sérsniðnum skilaboðum til að birta á lásskjánum ef einhver finnur tækið þitt.
Öll staðsetningargögn á netkerfi „Finna tækið mitt“ eru dulkóðuð. Þessi staðsetningargögn eru lokuð öðrum, líka Google.
Lagalegur fyrirvari
Netkerfi „Finna tækið mitt“ krefst staðsetningarþjónustu og Bluetooth, nettengingar og Android 9+.
Í boði í tilteknum löndum fyrir notendur sem náð hafa tilskildum aldri.