Stuðningsforritið frá Sony veitir þér auðvelda aðferð við að leysa sjálf/ur úr vandamálum með persónulegu ívafi. Það inniheldur stuðning fyrir tiltekin forrit og villuleit. Þú getur leitað að villum á tækinu ef vandamál koma upp varðandi snertiskjáinn, myndavélina eða ljósnemann. Þú getur sótt í skyndi upplýsingar um tækið: hugbúnaðarútgáfu, minnisrými, vandamál með forrit o.fl. Þú getur lesið stuðningsgreinar okkar, fundið lausnir á stuðningsspjallsíðu okkar og ef þörf er á haft samband við stuðningssérfræðinga okkar.