Bestu leikirnir 2024

Vinsælustu leikirnir okkar á þessu ári hafa sýnt okkur fram á samfélagslegt mikilvægi og hverju við getum áorkað þegar við komum saman í leik. Hvort sem það er að standa saman til að sigrast á erkióvinum eða keppa í skemmtilegum þrautabrautum og á risastórum kortum höfum við skemmt okkur svo klukkustundum skiptir í öðrum heimum. Þetta eru bestu leikirnir á Google Play 2024.
Besti leikurinn
AFK Journey
FARLIGHT
Innkaup í forriti
4,6
248 þ. umsagnir
5 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
PEGI 12
AFK Journey heillaði okkur upp úr skónum strax frá upphafi leiksins, með framúrskarandi myndefni og ævintýraheimi fullum af ánægjulegum kimum til að kanna. Þú spilar sem hinn minnislausi meistari Merlin, en íbúar Esperia reiða sig á þarfa hjálparhönd þína, undir handleiðslu hugrakka hamstursins Hammie.
Þú þarft sem betur fer ekki að takast á við verkefnið ein(n) á báti. Sérstaða AFK Journey er fjölbreytt úrval persóna og einstaklega gefandi orrustufyrirkomulag, sem hægt er að njóta í sjálfvirkum eða tímasettum orrustum. Sagan sjálf einkennist af margslungnum söguheimi og leyndardómum sem bíða þess að þú afhjúpir þá. Það fer ekki framhjá neinum af hve mikilli natni heimurinn var búinn til.
Stórkostleg hreyfimyndin, framúrskarandi talsetningin og töfrandi heimurinn gerði valið á besta leik ársins 2024 augljóst: Við einfaldlega fengum ekki nóg af AFK Journey.
Besti leikurinn fyrir mörg tæki
Clash of Clans
Supercell
Innkaup í forriti
4,5
61,5 m. umsagnir
500 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
PEGI 7
Við sjáum ekki oft leik sem viðheldur vinsældum sínum jafnlengi og Clash of Clans, sem stærir sig enn af stórum aðdáendahópi heilum áratug eftir að leikurinn kom fyrst á markað. Supercell hefur þó ekki gefið neitt eftir, aðdáunarverð og sleitulaus viðleitni til að fínstilla Clash of Clans fyrir ólík tæki gerði leikinn að augljósu vali fyrir verðlaunin „Besti leikurinn fyrir mörg tæki“ í ár.
Hvort sem þú leitast eftir því að fá sem mest út úr leikjaupplifuninni í samanbrjótanlegu tæki, spjaldtölvu, Chromebook, síma eða jafnvel í Google Play-leikjum í tölvu sér Clash of Clans þér fyrir framúrskarandi upplifun sem er sérhönnuð til að skila góðum afköstum og stöðugleika. Færðu ekki nóg af því að yfirbuga andstæðinga þína? Spilaðu hnökralaust í mörgum tækjum og njóttu úthugsaðrar leikjaspilunar á ýmsum vettvöngum, með ýmsa formþætti, sem er mjúk sem smjör.

Best í fjölspilun

Hvort sem þú ert með vinum eða ein(n) á ferð tryggir þessi hraði fjölspilunarleikur stöðuga spennu.
Squad Busters
Supercell
Innkaup í forriti
4,3
567 þ. umsagnir
10 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
PEGI 7

Þægilegast í spilun

Þessi leikur er hannaður fyrir skyndiskemmtun og gerir leikmönnum á öllum stigum auðvelt að stökkva inn.
Eggy Party
Exptional Global
Innkaup í forriti
4,0
5,81 þ. umsagnir
1 m.+
Niðurhal
Efnisflokkun
PEGI 3

Besti indíleikurinn

Með gnótt af list og dýpt hélt þessi indíleikur okkur föngnum frá upphafi til enda.
Yes, Your Grace
Noodlecake
Innkaup í forriti
4,3
13,1 þ. umsagnir
500 þ.+
Niðurhal
Efnisflokkun
PEGI 12