Hreinsarinn

· Lindhardt og Ringhof (Saga Audiobooks) · Czyta Svavar Jónatansson
Audiobook
4 godz. 35 min
Całość
Odpowiednia
Oceny i opinie nie są weryfikowane. Więcej informacji
Chcesz dodać fragment o długości 27 min? Możesz go słuchać w każdej chwili, nawet offline. 
Dodaj

Informacje o audiobooku

Bertram og vinir hans, Bjarki, Kasper og Felix, eru nýbúnir með grunnskólann og hafa stofnað klíku sem þeir kalla Krummana. Bertram býr einn með mömmu sinni en hún starfar við framreiðslu á veitingastað. Bertram man ekki mikið eftir pabba sínum. Hann var ekki nema sjö ára þegar pabbi hans var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð. Dag einn sér Bertram dýran leðurjakka á veitingastaðnum þar sem mamma hans vinnur og stelur honum. Hann rekst á hlut sem er falinn í leynivasa í jakkafóðrinu. Þá hefst atburðarás sem á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar, ekki bara fyrir Bertram.
Roland Benito hjá kærudeild lögreglunnar er kallaður á vettvang ásamt kollega sínum til að yfirheyra tvo lögreglumenn í útkalli. Kvörtun hafði borist út af hávaða í heimahúsi, en í sömu andrá og lögregluna ber að garði stekkur maður út um glugga á fimmtu hæð. Ekkert virðist vera grunsamlegt við aðstæður. En forvitni Rolands vaknar þegar hann ræðir við dótturdóttur sína sem reynist vera besta vinkona dóttur fangavarðarins sem dó. Síðar heyrir hann orðróm um að fangi hafi látist í fangelsinu þar sem hann vann og að fangavörðurinn hafi sætt hótunum og eftirliti. Var þetta kannski eitthvað annað en sjálfsmorð?
Fréttakonan Anne Larsen á sjónvarpsstöðinni TV2 á Austur-Jótlandi er einnig að fjalla um þessi mannslát. Í rannsókn sinni hnýtur hún um annað mannslát, af lögmanni sem lést í umferðarslysi. Hún kemst að því að öll þessi mannlát tengjast tilteknum fanga, barnamorðingjanum Patrick Asp, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð á barnungri dóttur sinni. Hann situr í sama fangelsi og fangavörðurinn starfaði. Inger Gammelgaard Madsen (f. 1960) er danskur rithöfundur. Inger Gammelgaard Madsen er grafískur hönnuður að mennt. Fyrsta glæpasaga hennar, „Dukkebarnet", kom út 2008. Hún hefur skrifað fjölmargar glæpasögur, meðal annars „Drab efter begæring" (2009), „Slangers gift" (2014), „Dommer og bøddel" (2015) og „Blodregn" (2016).

Oceń tego audiobooka

Podziel się z nami swoją opinią.

Informacje o słuchaniu

Smartfony i tablety
Zainstaluj aplikację Książki Google Play na AndroidaiPada/iPhone'a. Synchronizuje się ona automatycznie z kontem i pozwala na czytanie w dowolnym miejscu, w trybie online i offline.
Laptopy i komputery
Książki kupione w Google Play możesz czytać w przeglądarce na komputerze.

Więcej tytułów autora: Inger Gammelgaard Madsen

Podobne audiobooki

Czyta Svavar Jónatansson