Hér er á ferðinni sálfræðitryllir og hryllingsmynd sem er forsaga sígilda Omen-myndabálksins. Ung bandarísk kona er send til Rómar til að hefja líf sem nunna. En hún kemst fljótt á snoðir um myrk leyndarmál sem fá hana til að efast um trúna og leiða á endanum í ljós skelfilegt samsæri um að stuðla að fæðingu hins illa. Í aðalhlutverkum í The First Omen eru Nell Tiger Free (Servant), Tawfeek Barhom (Mary Magdalene), Sonia Braga (Kiss of the Spider Woman), Ralph Ineson (The Northman) og Bill Nighy (Living). Arkasha Stevenson leikstýrir og myndin er byggð á persónum Davids Seltzer (The Omen). Ben Jacoby (Bleed) átti hugmyndina að sögunni og handritið skrifuðu Tim Smith, Arkasha Stevenson og Keith Thomas (Firestarter).