Þegar slökkviliðsmaðurinn Jake Carson (John Cena) og liðsfélagar hans (Keegan-Michael Key & John Leguizamo) bjarga þremur systkinum frá skógareldi, verður þeim fljótt ljóst að engin þjálfun hefði getað undirbúið þá fyrir erfiðasta verkefni þeirra til þessa - barnapössun. Á meðan slökkviliðsmennirnir reyna að hafa uppi á foreldrum barnanna er lífi þeirra, starfi og jafnvel slökkvistöðinni snúið á hvolf og þeir læra að börn - líkt og eldur - eru villt og full af óvæntum uppákomum. Uppgötvaðu þessa skemmtilegu fjölskyldugrínmynd sem mun hlýja þér um hjartaræturnar.