Teiknimyndastúdíó Walt Disneys senda frá sér hið æsilega og viðburðaríka ævintýri "Ralph Rústar Internetinu." Ralph og besta vinkona hans, prakkarinn Vanellópa, taka mikla áhættu með því að ferðast inn á Veraldarvefinn í leit að varahlut til að bjarga leiknum hennar, Sykursjokki. Það er einum of stór biti fyrir þau, svo þau verða að reiða sig á hjálp íbúa Internetsins - eins og Yesss, yfir-algoriþma og hjarta og sálar Buzz-Tube tískusíðunnar og einnig hörkutólsins Sölku úr tryllta kappakstursleiknum Slátur-ralli - til að rata um afkima netsins.