"Ósk" frá Walt Disney Animation Studios er heillandi, teiknuð söngva- og gamanmynd sem gerist í töfraríkinu Rósas, þar sem bráðgreinda hugsjónamanneskjan Asha ber fram svo kraftmikla ósk að hún fær svar utan úr geimnum frá litlum en takmarkalausum orkuhnetti sem kallast Stjarna. Í sameiningu þurfa Asha og Stjarna að mæta ægilegum andstæðingi, Magnifíkó kóngi, leiðtoga Rósas, til að bjarga samfélaginu og sanna að þegar vilji einnar hugrakkrar manneskju tengist töfrum stjörnu geti undraverðir hlutir gerst. Leikstjórar myndarinnar eru Chris Buck ("Frozen," "Frozen 2") og Fawn Veerasunthorn ("Raya and the Last Dragon"), og framleiðendur eru Peter Del Vecho ("Frozen," "Frozen 2") og Juan Pablo Reyes Lancaster Jones ("Encanto"). Jennifer Lee ("Frozen," "Frozen 2") er yfirframleiðandi, en Lee og Allison Moore ("Night Sky," "Manhunt") unnu að handritinu. Söngkonan og lagahöfundurinn Julia Michaels samdi sönglögin í myndinni ásamt pródúsentinum, lagahöfundinum og tónlistarmanninum Benjamin Rice, en kvikmyndatónlistin er eftir Dave Metzger.