Heimurinn þurfti á hetju að halda, en við fengum broddgölt. Hinn ofurhraði Sonic The Hedgehog, (talsettur af Ben Schwartz) eða Bláa þruman, gerir sig heimakominn á jörðinni. Það er, þangað til hann slær óvart út rafmagninu og vekur áhuga hins ofurömurlega illa snillings Dr. Robotnik (Jim Carrey). Nú mætast ofurþrjótur og ofurhraði í kapphlaupi um heiminn til að stöðva Robotnik frá því að nota einstaka krafta sína til að drottna yfir heiminum. Sonic slæst í lið með kleinuhringjameistaranum og lögreglustjóranum Tom Wachowski (James Marsden) til að bjarga plánetunni í þessari spennandi ævintýramynd sem öll fjölskyldan mun dýrka.