Blake Lively leikur Stephanie Patrick, sem er kona sem misst hefur alla lífslöngun eftir að fjölskylda hennar lætur lífið í flugslysi. Þegar hún uppgötvar að flugvélin hrapaði ekki fyrir slysni, stígur Stephanie inn í dimman og margslunginn heim alþjóðlegra njósna til að leita hefnda. Leit hennar leiðir til Iain Boyd (Jude Law), fyrrum fulltrúa hjá MI6, sem þjálfar hana í að elta uppi þá seku. Stephanie hefur engu að tapa og fer úr hlutverki fórnarlambs til að gerast leigumorðingi. Hún uppgötvar að hvorki hefnd né sannleikurinn eru það sem þau líta út fyrir að vera í þessari æsispennandi mynd frá framleiðendum James Bond.