Eftir yfir þrjátíu ar sem herflugmaður í fremstu röð er Pete "Maverick" Mitchell (Tom Cruise) kominn aftur á sinn rétta stað, að láta reyna á sig sem hugrakkur prufuflugmaður. Engu að síður verður Maverick að fást við drauga fortíðar þegar hann snýr aftur í TOPGUN til að þjálfa hóp af úrvalsnemendum og hittir fyrir undirforingjann Bradshaw (Miles Teller), son hins fyrrverandi vængmanns "Goose". Beiskjufull samkeppni kviknar þegar flugmennirnir búa sig undir sérhæfða för þar sem krafist er algjörrar fórnar af þeim sem valdir eru til flugsins.