Stjórnaðu símanum eða spjaldtölvunni með rofum eða fremri myndavél. Þú getur notað rofa til að velja atriði, fletta, slá inn texta og fleira.
Rofaaðgangur hjálpar þér að nota Android-tækið með einum eða fleiri rofum í stað snertiskjásins. Rofaaðgangur getur verið gagnlegur ef þú getur ekki notað tækið beint.
Til að hefjast handa:
1. Opnaðu stillingaforrit tækisins.
2. Ýttu á „Aðgengi > Rofaaðgangur“.
Settu upp rofa
Rofaaðgangur skannar atriðin á skjánum og merkir hvert þeirra þar til þú velur atriði. Þú getur valið á milli nokkurra gerða af rofum:
Efnislegir rofar
• USB- eða Bluetooth-rofar, t.d. hnappar eða lyklaborð
• Rofar á tæki, t.d. hljóðstyrkshnappar
Myndavélarrofar
• Opnaðu munninn, brostu eða lyftu augnabrúnunum
• Horfðu til vinstri, hægri eða upp
Skannaðu tækið
Þegar uppsetningu rofa er lokið geturðu skannað og notað atriði á skjánum.
• Línuleg skönnun: Flettu úr einu atriði í annað.
• Skönnun eftir línu-dálki: Skannaðu eina línu í einu. Eftir að lína er valin geturðu flett í gegnum atriði á viðkomandi lista.
• Punktaskönnun: Notaðu línur á hreyfingu til að velja tiltekna lárétta og lóðrétta staðsetningu og ýttu síðan á „Velja“.
• Hópval: Úthlutaðu rofum á mismunandi litahópa. Lit verður úthlutað á öll atriði á skjánum. Ýttu á rofann sem samsvarar litnum umhverfis atriðið sem þú vilt velja. Minnkaðu hópinn þar til þú kemur að valinu.
Notaðu valmyndirnar
Þegar eining er valin færðu upp valmynd með aðgerðum sem eru í boði, t.d. velja, fletta, afrita, líma og fleira.
Valmynd birtist einnig efst á skjánum sem hjálpar þér að nota tækið. Til dæmis geturðu opnað tilkynningar, farið á heimaskjáinn, breytt hljóðstyrk og fleira.
Flettu með myndavélarrofum
Þú getur notað myndavélarrofa til að fletta í símanum með því að sýna svipbrigði. Skoðaðu eða veldu forrit í símanum með fremri myndavél símans.
Þú getur einnig sérsniðið næmi og lengd hverrar bendingar eins og þér hentar.
Taktu upp flýtileiðir
Þú getur tekið upp snertibendingar sem hægt er að úthluta á rofa eða ræsa í valmynd. Snertibendingar eru meðal annars að færa fingur saman, stækka eða minnka, fletta, strjúka, ýta tvisvar og fleira. Þú getur síðan ræst algengar eða flóknar aðgerðir með einum rofa, t.d. tekið upp bendingu þar sem þú strýkur tvisvar til vinstri til að fletta tveimur blaðsíðum í rafbók.
Tilkynning um heimildir
• Aðgengisþjónusta: Þar sem forritið er aðgengisþjónusta getur það fylgst með aðgerðunum þínum, séð texta sem þú skrifar og sótt efni í gluggum.