PhotoScan er skannaforrit frá Google myndum sem gerir þér kleift að skanna og vista uppáhalds framkölluðu myndirnar þínar með myndavél símans.
Fullkomin myndgæði og enginn glampi
Gerðu meira en að taka einfaldlega mynd af mynd. Búðu til betrumbætt, stafræn afrit, sama hvar myndirnar þínar eru.
– Skannaðu myndir með engum glampa með einfaldri myndatöku sem er útskýrð skref fyrir skref
– Sjálfvirkur skurður með sjálfvirkri greiningu á brúnum
– Beinar, ferhyrndar, skannaðar myndir með leiðréttingu á sjónarhorni
– Snjallsnúningur, svo að myndirnar snúi rétt sama hvernig þú skannar þær
Skannaðu á nokkrum sekúndum
Skannaðu uppáhalds framkölluðu myndirnar þínar auðveldlega og fljótlega, svo að minni tími fari í myndvinnslu og meiri tími í að dást að hræðilegu klippingunni sem þú varst með sem barn.
Google myndir tryggja öryggi og gera leit mögulega
Taktu afrit af skönnuðum myndum með forriti Google mynda til að tryggja öryggi myndanna, geta leitað í þeim og komið skipulagi á myndasafnið. Veittu skönnuðum myndum nýtt líf með kvikmyndum, síum og ítarlegri myndvinnslu. Deildu þeim með hverjum sem er, einfaldlega með því að senda tengil.