Bókasöfn um allan heim bjóða upp á milljónir rafbóka og hljóðbóka. Þú getur fengið þær að láni – ókeypis og án tafar – með bókasafnskorti og Libby: verðlaunuðu og vinsælu appi fyrir bókasöfn.
• Skoðaðu stafrænan bókasafnkost bókasafnsins þíns — allt frá sígildum bókum til metsöluhöfunda
• Fáðu lánaðar rafbækur, hljóðbækur og tímarit
• Sæktu titla til að lesa utan nets, eða straumspilaðu til að spara pláss
• Sendu rafbækur á Kindle-tækið þitt (aðeins fyrir bandarísk bókasöfn)
• Hlustaðu á hljóðbækur með Android Auto
• Notaðu merki til að búa til leslista og alls kyns aðra bókalista
• Hafðu lestrarstöðu þína samstillta sjálfkrafa á öllum tækjunum þínum
Í fallega og aðgengilega rafbókalesaranum okkar:
• Stilltu leturstærð, bakgrunnslit og bókahönnun
• Auktu aðdrátt í tímaritum og teiknimyndasögum
• Skilgreindu og leitaðu að orðum og hugtökum
• Lestu og hlustaðu á samlestur með börnunum þínum
• Bættu við bókamerkjum, glósum og yfirstrikunum
Í nýstárlega hljóðspilaranum okkar:
• Hægðu á eða hraðaðu hljóðinu (0,6 til 3,0x)
• Stilltu svefntímamæli
• Strjúktu til að fara áfram eða afturábak
• Bættu við bókamerkjum, glósum og yfirstrikunum
Libby er smíðað af starfsfólki OverDrive, með stuðningi bókasafna alls staðar.
Góða skemmtun við lesturinn!