Með nýja myPhonak-forritinu færðu betri eiginleika og nýja hönnun til að heyrnarupplifunin þín sé hnökralaus og aðlöguð að þínum þörfum. myPhonak veitir þér aðgang að endurbættum heyrnarstýringum og sérstillingarvalkostum fyrir Phonak-heyrnartækið/-heyrnartækin auk þess sem það skráir heilbrigðisgögn um þig.
Með fjarstýringunni getur þú auðveldlega gert breytingar á heyrnartækinu/heyrnartækjunum til að þau virki eins og þú vilt í ýmsum aðstæðum. Þú getur auðveldlega breytt hljóðstyrknum og ýmsum eiginleikum heyrnartækjanna (t.d. suðhreinsun og næmi hljóðnema) eða valið forstillt kerfi í samræmi við mismunandi aðstæður þar sem þú ert. Auk þess getur þú gert skjótar breytingar á tónhæð með forstillingum tónjafnara (sjálfgefið, þægilegt, skýrt, milt, o.s.frv.) eða gert sérsniðnar breytingar með sleðunum (bassi, miðja, diskantur).
Með fjarþjónustu getur þú hitt heyrnarsérfræðinginn þinn í myndsímtali og látið hann stilla heyrnartækin þín. (panta þarf tíma)
Hlutinn „Heilbrigði“ býður upp á marga eiginleika, til dæmis skref* og notkunartíma*, þar á meðal valfrjálsa markmiðasetningu*, virknistig*, skráningu hjartsláttar**, vegalengd göngu og hlaupa***.
* Í boði fyrir Paradise-heyrnartæki sem hægt er að hlaða, Audéo Fit, Lumity og Infinio-tæki
** Aðeins í boði fyrir Audéo Fit
***Í boði fyrir Audéo Fit, Lumity og Infinio-tæki
Að lokum býður myPhonak upp á uppsetningu snertistjórnunar, áminningar um hreinsun og nánari upplýsingar eins og hleðslustöðu rafhlöðu og stöðu tengdra heyrnartækja og fylgihluta.
Samhæfi heyrnartækja:
myPhonak er samhæft við Phonak-heyrnartæki með Bluetooth®-tengigetu.
myPhonak má nota með:
Phonak Audéo™ I (Infinio)
Phonak CROS™ I (Infinio)
Phonak Sky™ L (Lumity)
Phonak Naída™ (Lumity)
Phonak Terra™+
Phonak CROS™ (Lumity)
Phonak Audéo Fit™ (Lumity)
Phonak Slim™ L (Lumity)
Phonak Audéo™ L (Lumity)
Phonak Audéo Life™ (Lumity)
Phonak CROS™ P (Paradise)
Phonak Audéo Fit™ (Paradise)
Phonak Audéo Life™ (Paradise)
Phonak Virto™ P-312 (Paradise)
Phonak Naída™ P (Paradise)
Phonak Audéo™ P (Paradise)
Phonak Audéo™ M (Marvel)
Phonak Bolero™ M (Marvel)
Phonak Virto™ M-312 (Marvel)
Phonak Naída™ M-SP (Marvel)
Phonak Naída™ Link M (Marvel)
Phonak Audéo™ B-Direct***
***Ítarleg fjarstýring og fjarþjónusta ekki í boði
Samhæfi tækis:
Android-tæki staðfest með Google Mobile Services (GMS) sem styðja Bluetooth 4.2 og Android OS 8.0 eða nýrra. Símar þurfa að styðja Bluetooth Low Energy (BT-LE).
Þú getur athugað hvort snjallsíminn þinn sé samhæfur hér: https://www.phonak.com/com/en/support/product-support/compatibility.html
Notkunarleiðbeiningar má finna á www.phonak.com/myphonakapp.
Android™ er vörumerki Google, Inc.
Bluetooth® orðmerkið og myndmerkin eru skráð vörumerki í eigu Bluetooth SIG, Inc. og öll notkun Sonova AG á slíkum merkjum fer fram á grundvelli leyfisveitingar.
Leitaðu alltaf ráða hjá lækni auk þess að nota þetta forrit og áður en þú tekur læknisfræðilegar ákvarðanir.
Appið er aðeins fáanlegt í löndum þar sem samhæfu heyrnartækin hafa fengið opinbert samþykki fyrir dreifingu.
myPhonak styður samþættingu við Apple Health þegar það er tengt við samhæft heyrnartæki eins og Phonak Audéo Fit.