Monte Cassino, hið heilaga klaustur norðvestur af Napólí. Þjóðverjar hafa reist þar gríðarlega varnargarða. Orrustan um Monte Cassino veturinn og vorið 1944 verður að ólýsanlegu helvíti fyrir bæði árásarlið og varnarlið. Bandamenn notast við flugvélar, stórskotalið, skriðdreka og fótgönguliða frá ýmsum löndum. Þýska herliðið samanstendur af öflugustu herdeildum sínum. Þar á meðal er 27. skriðdrekaherdeild – refsiherdeildin. Enginn býst við neinum eftirlifendum, samt komast sumir lífs af
Sven Hazel var sendur í refsiherdeild sem óbreyttur hermaður í þýska hernum. Frásögn hans er nærgöngul og hrikalega raunsæ þegar hann lýsir grimmdarverkum stríðsins, glæpum nasistanna og svörtum og grófum húmor hermannanna. Þetta eru söluhæstu stríðsbókmenntir heims, með yfir 53 milljón seld eintök.