„MEISTARAVERK“ - CHICAGO SUNDAY TRIBUNE
Vegna skorts á hermönnum notar Hitler hvert tækifæri til að kalla menn til herþjónustu. Glæpamenn, pólitískir fangar og liðhlaupar fá sakaruppgjöf og eru sendir í stríðið. Þeir enda allir í refsiherdeildum og eru sendir í erfiðustu verkefnin. Það er harkalegt að þurfa að hlýða í blindni. Þeir eru minntir á það með prússneskum bölbænum yfir tuttugu sinnum á dag að þeir tilheyra refsiherdeild og að þeim beri að verða bestu hermenn sem völ er á. 27. skriðdrekaherdeildin er þvinguð í stríðsátök og enginn hermannanna trúir á málstað stríðsins.