myPhonak Junior-forritið býr yfir margs konar eiginleikum til að bæta heyrnarupplifun, bæði fyrir notendur heyrnartækja og fjölskyldur þeirra. Mikilvægt er að hafa heyrnarsérfræðing með í ráðum við að meta hvaða eiginleikar forritsins henta best fyrir hvern og einn notanda.
Við kynnum nýjan og einstakan eiginleika sem hannaður hefur verið sérstaklega fyrir foreldra eins og þig. Þessi eiginleiki fylgist með notkunartíma með það að markmiði að hvetja og styrkja foreldra við að hefja og viðhalda gagnlegri notkun heyrnartækjanna.
Með bættri sjónrænni framsetningu er auðvelt að fylgjast með notkunartíma yfir daginn, sem auðveldar foreldrum að vera virkir þátttakendur í vegferð barnsins síns að bættri heyrn.
Fjarstýringareiginleikinn gerir notendum kleift að stilla heyrnartækin þannig að þau nýtist sem best í krefjandi hljóðumhverfi. Þessi eiginleiki gefur notendum stjórn á heyrnartækjunum án þess að draga úr virkni þeirra þó hljóðumhverfi sé krefjandi.
Fjarþjónusta* hentar notendum á öllum aldri og aðstandendum þeirra. Hún gerir notendum heyrnartækja og fjölskyldum þeirra kleift að tengjast heyrnarsérfræðingnum með fjartengingu. Fjarþjónusta gefur kost á „heyrnarathugun“ með fjartengingu sem hægt er að framkvæma meðfram daglegum athöfnum, óháð því hvort þú eða notandi heyrnartækjanna er helsti tengiliður. Ef þörf er á smávægilegum breytingum á stillingum eða sérstakri ráðgjöf er hægt að leysa úr slíku með fjartengingu, einnig má sameina það heimsóknum á stofu.
*Athugið: Hugtakið „fjarþjónusta“ á við um eiginleika eða þjónustu sem veitt er gegnum myPhonak Junior-forritið
myPhonak Junior gerir notendum heyrnartækja og/eða aðstandendum þeirra kleift að:
- stilla hljóðstyrk og skipta á milli kerfa í heyrnartækjunum
- sérsníða og sérstilla heyrnartækin svo þau virki sem best í krefjandi hljóðumhverfi
- fá aðgang að stöðuupplýsingum eins og notkunartíma og hleðslustöðu rafhlöðu (á heyrnartækjum sem hægt er að hlaða)
- fá skjótan aðgang að upplýsingum, spurningum, svörum og ýmsum ábendingum
Með öryggiseiginleikum forritsins geta foreldrar/forráðamenn:
- stillt virkni hljóðstyrksstillingar
- stillt á „Sjálfkrafa kveikt“ (Auto On) þegar heyrnartæki sem hægt er að hlaða eru tekin úr hleðslutækinu
- breytt bandvíddarstillingu Bluetooth fyrir símtöl
Samhæfar gerðir heyrnartækja:
- Phonak Sky™ Lumity
- Phonak CROS™ Lumity
- Phonak Naída™ Lumity
- Phonak Audéo™ Lumity R, RT, RL
- Phonak CROS™ Paradise- Phonak Naída™ P
- Phonak Audéo™ P
- Phonak Sky™ Marvel
- Phonak Sky™ Link M
- Phonak Audéo™ M
- Phonak Naída™ M
- Phonak Bolero™ M
Samhæfi við tæki:
myPhonak Junior-forritið er samhæft við Phonak-heyrnartæki með Bluetooth®-tengingu.
Hægt er að nota myPhonak Junior-forritið í AndroidTM-tækjum sem vottuð eru af farsímaþjónustu Google (GMS) og styðja Bluetooth® 4.2 og Android OS 8.0 eða nýrri útgáfu.
Finna má upplýsingar um samhæfi við snjallsíma á: https://www.phonak.com/en-int/support/compatibility
Android er vörumerki Google LLC.
Bluetooth®-orðmerkið og -myndmerkin eru skráð vörumerki í eigu Bluetooth SIG, Inc. og öll notkun Sonova AG á slíkum merkjum fer fram á grundvelli leyfisveitingar.